Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Botnfiskar

Botnfiskar lifa og nærast aðallega á, við eða nálægt  hafsbotni, allt frá nokkurra metra dýpi niður á 600 metra eða dýpra en eru algengastir á 100-400 metra dýpi. Bonfiskar eru flestir dökkleitir, oft með enn dekkri blettum eða rákum á baki og hliðum, en ljósari eða hvítir á þeirri hliðinni, sem niður snýr. Djúpsjávarfiskar eru oftast dökkir, stundum kolsvartir eða jafnvel rauðir. Rauði liturinn virkar svartur á miklu dýpi.

YFIRLÝSING UM ÁBYRGAR FISKVEIÐAR FRÁ 2007

Árið 2007 gáfu hagsmunaaðilar í íslenskum sjávarútvegi út sameiginlega yfirlýsingu sem var ætlað að vera liður í því að koma á framfæri upplýsingum um íslenskan sjávarútveg og hvernig unnið er að því að tryggja ábyrgar fiskveiðar og umgengni um vistkerfi hafsins umhverfis Ísland. Yfirlýsingunni er beint til allra þeirra sem er umhugað um ástand fiskistofna og ábyrgar fiskveiðar, sér í lagi þeim fjölmörgu aðilum sem kaupa og neyta íslenskra sjávarafurða, um að stefna beri að sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins.

Yfirlýsingin á íslensku (pdf)