Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Karfi

KARFASTOFNAR

Við Ísland eru taldir fjórir karfastofnar: Litli karfi, Sebastes viviparus, gullkarfi, Sebastes marinus, djúpkarfi og úthafskarfi, Sebastes mentella. Stofnar úthafskarfa og djúpkarfa eru taldir til sömu tegundar og bera sama fræðiheiti. Mikilvægustu stofnarnir fyrir veiðar okkar hafa verið og eru gullkarfinn og djúpkarfinn.

Einkenni einstakra tegunda eru eftirfarandi:

Litli karfi

• svartur blettur á tálknloki
• kinnbeinagaddar snúa allir aftur

Gullkarfi

• gaddar heldur minni en á djúpkarfa
• neðsti gaddur lítið áberandi
• gaddur á neðri skolti að jafnaði lítill

Djúpkarfi

• augu áberandi stór
• kinnbeinagaddar áberandi og oft beygðir aðeins út
• neðsti gaddur veit aðeins fram
• áberandi gaddur á neðra skolti

 

Litli karfi (Sebastes viviparus)

Stærð: Litli karfi er mun minni en gullkarfi og verður um 18-30 cm á stærð. Lengsti fiskur sem veiðst hefur var um 38 sm.

Lýsing: Litli karfi er rauðgulgrár að lit að ofan og á hliðum og nær hvítur á kviðnum. Hann hefur 4-5 dökkar þverrákir á baki og dökkan blett á kjálkabarðinu. Það eru 70-80 hreisturblöð meðfram rákinni og 11-13 hreisturblöð frá raufugga upp að rák. Neðri skoltur fisksins er totulaus, og eru augu hans stærri en stóra karfa. Menn eru ekki sammála um hvort greina eigi litla karfa sem tegund eða sem afbrigði af gullkarfa (stóra karfa).

Lífshættir: Litli karfi finnst í N-Atlantshafi. Frá norðanverðum Noregi, suður í Norðursjó, við Skotland, við Færeyjar og Ísland. Hann er einnig við A-Grænland og við austurströnd Norður-Ameríku. Hér við land er hann aðallega við S- og SV-land, en einnig við V- og NV-land.  Hann lifir grynnra og nær landi en gullkarfi og heldur sig mest á 40-100 m dýpi, fer samt niður á 200 m dýpi. Hann er helst þar sem er grýttur botn. Hann lifir á fiskseiðum og krabbadýrum og á lifandi afkvæmi á sumrin, 12-30 þúsund, seiðin eru 4-5 mm að stærð og er vöxturinn mjög hægur.

 

Djúpkarfi eða úthafskarfi (Sebastes mentella)

Íslenskir karfasérfræðingar telja að tveir stofnar karfa séu í úthafinu en báðir stofnarnir teljast til sömu tegundarinnar Sebastes mentella semsagt djúpkarfi og úthafskarfi. Í efri lögum sjávar er sagt að útkarfinn sé, en þegar neðar er farið telja menn að íblöndun eigi sér stað á úthafskarfa og djúpkarfa. Upplýsingar hafa fengist um þessa blöndun með rannsókn. Stofnarnir eru þá aðgreindir frá útliti, líkamsstærð, stærð við kynþroska og sníkjudýrum. Segja má að enginn einn þáttur sé meira afgerandi en einhver annar til þess að aðgreina stofnana. Þegar djúpkarfi í úthafinu og djúpkarfi í landgrunnskantinum eru bornir saman telja íslenskir sérfræðingar að erfitt eða jafnvel ógerlegt sé að greina þar á milli. Erlenda sérfræðinga greinir þó á við þá íslensku um karfastofninn en þeir telja að aðeins sé einn karfastofn í úthafinu, semsagt úthafskarfastofn. Þeir telja ekki vera hægt að greina sérstakan djúpkarfa á svæðinu heldur tilheyri allur stofninn úthafskarfa.

Stærð: Djúpkarfinn er hægvaxta og langlífur, getur náð allt að 70 sm að lengd. Algengasta veiðilengd hans er 35-45 sm og vegur um 0,6-1,3 kg. Hann verður kynþroska mest 37-42 sm langur, en hængar eru minni en hrygnur við fyrsta kynþroska.

Lýsing: Augu djúpkarfans eru áberandi stór ásamt því að kinnbeinagaddar hans eru mjög áberandi. Neðsti gaddur á höku djúpkarfans er örlítið útstæður. Ásamt þessum einkennum er einnig mismunandi höfuðlag karfategundanna sem greinir þá að. Ljósrauður litur einkennir djúpkarfann en hann er tiltölulega jafn á litinn fyrir utan að kviðurinn er ljósari. Hann hefur einn bakugga sem er langur og fremri hluti djúpkarfans er minni og hefur broddgeisla. Á aftari hlutanum eru liðgeislar. Raufarugginn er stuttur og hefur 3 eða 4 broddageisla fremst. Djúpkarfinn hefur stóra eyrugga og kviðugga ásamt því að hafa stóran sporð. Hreistrið er stórt og rákin eftir fiskinum er mjög greinileg.

Lífshættir: Djúpkarfinn er hægvaxta og langlífur fiskur eins og gullkarfi, hann er heldur stærri en gullkarfi, þegar hann nær kynþroska getur hann orðið 37-42 sm langur og eru hængar nokkru minni en hrygnur við fyrsta kynþroska. Djúpkarfi lifir á mjög miklu dýpi í sjónum, allt á 500-1000 metra dýpi. Hann nærist aðallega á hinum ýmsu smákrabbadýrum þ.e. jósátu og sviflægum krabbaflóm. Hann étur einnig smáfiska eins og laxsíldir og á það til að nýta sér smokkfiska sem fæðu. Fullvaxinn sækir hann í stærri fiska eins og loðnu og síld.

 

Gullkarfi (Sebastes marinus)

Gullkarfi er mjög algengur fiskur við Íslandsstrendur þó hann sé algengastur við suðvesturhornið.

Stærð: Gullkarfi getur orðið allt að 90 sm og er þá um 12-15 kg en yfirleitt er hann um 35-42 sm og er þá um 1 kg.

Lýsing: Gullkarfi er ljós rauður á litinn, nema það hann er miklu ljósari á kviðinn, hávaxinnn og grannur fiskur, hausstór með stór augu og stóran kjaft. Hann hefur skúffu sem þýðir að neðri kjálkinn nær lengra en efri. Tennur eru litlar og margar. Hann hefur 5 kinnbeinagadda, sem að kallast vangagaddar. Gullkarfi er beinfiskur. Bakuggin er frekar skrýtinn en hann er bara einn og fremri hlutinn er lægri en beinin standa uppúr í toppunum og svo aftari hlutinn þar sem hann er hærri og engin bein standa uppúr.

Lífshættir: Gullkarfi er botn/miðsævisfiskur. Hann er á 100-400 metra dýpi í um 3-8 gráðu sjó. Hann er við botn að degi en leitar ofar að nóttu til. Oft safnast karfar fyrir við bakka og banka í ætisleit og þar veiðist mest af þeim. Karfar eru með þeim fáu beinfiskum í sjó sem að fæða lifandi afkvæmi en verpa ekki hrognum. Eggin klekkjast út inni í hrygnunni. Það skrýtna er að fengitíminn hjá körfum er eiginlega á haustinn eða í september til nóvember. Gotið fer svo fram í apríl til júni en er mest í maí. Seiðin eru 5-7 mm við got og fjöldi þeirra er um 40-400 þúsind stykki. Gullkarfinn á nokkra óvini þar á meðal menn en einnig fiskar á borð við þorsk, steinbít og hákarl. Einnig étur búrhvalur gullkarfa í miklum mæli. Fæða djúpkarfa er ýmis smákrabbadýr, einkum ljósáta og sviflægar krabbaflær sem er svipað og hjá gullkarfa smáfiskar til dæmis laxsíldir og litilir smokkfiskar geta ennig verið mikilvæg fæða fyrir djúpkarfa.

 

Síðast uppfært: 05.09.2015
  • Latína: Sebastes marinus (Linnaeus, 1758)
  • Enska: Redfish, golden redfish, red ocean perch
  • Norska: Uer
  • Danska: Stor rødfisk
  • Færeyska: Stóri kongafiskur
  • Þýska: Goldbarsch
  • Franska: Grand sébaste
  • Spænska: Gallineta dorada
  • Rússneska: Морской окунь золотистый / Morskój ókun' zolotístyj
Næringaryfirlýsing
Gullkarfi, flök, hrá
Næringargildi í 100g af ætum hluta
Innihald Eining
Orka kJ 407 kJ
Orka kcal 97 kcal
Fita 3,0 g
- þar af mettuð fita 0,5 g
Kolvetni 0 g
- þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 17,4 g
Salt 0,2 g
Heimild: Skýrsla Matís 33-11
Skoða fulla töflu