Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Skelflett

Þegar heilfryst rækja er þídd upp fyrir skelflettingu er nauðsynlegt að þíða hana upp við ákveðin hita til að hún haldi gæðum sínum sem best. Eftir að rækjan er orðin þíð er hún látin bíða yfir nótt til að auðveldara sé að skelfletta hana. Eftir uppþíðingu er rækjan hituð til að eyða gerlum og til að hold rækjunnar verði stinnara og þar með auðveldara að skelfletta hana. Rækjan er skelflett í þar til gerðum vélum og síðan er hún hreinsuð, pækluð til að ná upp saltinnihaldi að nýju og síðan fryst að nýju áður en henni er pakkað. Rækjan er yfirleitt alltaf lausfryst og húðuð til að viðhalda bragðgæðum hennar og varna frostþurrkun.