Eldisfiskar
Skel & krabbadýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Botnfiskar
- /
- Ýsa
- /
Afurðir og nýting
Ýsan eru trúlegast algengasta fiskmeti á borðum Íslendinga og er þar í ýmsum útfærslum. Mun stærri hluti ýsuaflans er nýttur innanlands en af öðrum bolfiski.
Í dag er ýsuaflinn einkum unninn í flök eða bita, sem eru seld fersk eða frosin. Hluti af ýsuaflanum er einnig hertur. Ýsan gefur af sér nokkuð af aukaafurðum þ.á.m. lifur, hrogn, hausa og afskurð. Magn og verðmæti þessara afurða hefur verið að aukast á undanförnum árum.
Í töflunni hér að neðan má sjá helstu afurðaflokka ýsu.