Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Botnfiskar
- /
- Þorskur
- /
- Afurðir og nýting
- /
- Saltaður
- /
Flattur
Til eru mismunandi útfærslur af gæðamati, sem dæmi má nefna PORT-saltfisk og SPIG-saltfisk.
PORT skammstöfunin stendur fyrir Portúgal en SPIG fyrir Spán, Ítalíu og Grikkland. Flokkunin segir til um hvert fiskurinn er fluttur. Í SPIG-flokknum eru gerðar meiri kröfur og sem dæmi má nefna að í flokki I á að vera gallalaus fiskur, þykkur, hvítur og blæfallegur. Aftur á móti er leyft að setja í AB flokk (PORT) fisk sem er með fáeina smærri galla sem ekki hafa áhrif á neyslugildi hans.