Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Krabbar og skeldýr

Skelfiskur er hugtak sem notað er yfir ýmis lindýr og krabbadýr, en ekki fisk. Lindýr sem kölluð eru skelfiskur eru til dæmis kræklingur, kúfskel, beitukóngur og hörpudiskur. Krabbadýr sem talin eru með skelfiski eru til dæmis rækja, humar, og krabbar. Smokkar og sæbjúga eru venjulega ekki talin með, þótt bæði séu æt og lindýr.

Með vaxandi fisk- og skeldýraeldi er fylgst betur með magni eitraðra svifþörunga í sjó og þörungablóma. Eitranir af völdum þörunga virðast hafa aukist og er það talið geta verið af manna völdum t.d. vegna aukinna skipaferða og vegna þess að aukið magn næringarefna berst til sjávar vegna mengunar af mannavöldum. Sennilegt er þó talið að stóraukið eftirlit og mælingar skýri aukninguna að miklu leyti og eitrun af völdum þörunga sé ekki nýtt fyrirbæri í mannkynssögunni.