Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Lifur

Hefðbundinn vinnsluferill á niðursoðinni lifur fer þannig fram að hrá lifur er snyrt þar sem magaleifar og gallblaðra eru fjarlægð (Mynd). Síðan er lifrin himnudregin og því næst fer hún í forsuðu annars vegar til að eyða ensímum sem annars geta valdið óæskilegum breytingum og hins vegar til að stýra betur fituinnihaldi í niðursoðinni lifur. Lifrinni og salti er síðan skammtað í dósir, þær lofttæmdar og síðan lokað. Eftir niðursuðu í þrýstisjóðara eru dósirnar þvegnar og kældar. Hreinsun á lifur er mikilvægur þáttur vinnslunnar og hefur áhrif á útlitsgæði vörunnar. Nauðsynlegt er að hreinsa lifrina áður en hún er soðin niður og er ein aðalástæðan sú að hringormar sitja í henni og þá helst á og við lifrarhimnuna og fer megnið af þeim burt þegar himnan er dregin af.

Nidursuda-lifur-Hefdbundinn-vinnsluferill

Mynd. Niðusuða lifur. Hefðbundinn vinnsluferill.