Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Niðursoðinn

Það var Napóleon mikli sem sá til þess að mannkynið eignaðist aðferð til þess að framleiða matvæli sem hægt var að geyma í langan tíma. Sú aðferð var niðursuða. Ástæðan var sú að hann þurfti að fá matvæli sem hann gat tekið með sér í herferðir til fjarlægra landa. Þetta var í byrjun nítjándu aldar. Hér á landi var það enskur laxakaupmaður sem varð fyrstur til að reyna niðursuðu hér á landi, í Borgarnesi 1858. Þessi nýbreytni varð frækornið að lagmetisiðnaðinum sem hefur verið sveiflukenndur hér á landi og nú sem stendur er hann vaxandi.