Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Botnfiskar
- /
- Þorskur
- /
- Afurðir og nýting
- /
- Ferskur
- /
Flök
Flökin eru unnin eftir óskum kaupenda hverju sinni og má þar helst nefna:
- Roðlaus / beinlaus
- Með roði og beinum
- Roðlaus með beinum
Þegar framleidd eru flök án beina þá er ætlast til þess að öll bein ásamt beingarði sé snyrt burt og þegar unnin eru flök með beinum þá eiga engin önnur bein að vera eftir nema beingarðurinn.
Minnst er skorið af flökum sem eru seld með beinum, þó er það sjaldan svo að ekki þurfi að snyrta flökin að einhverju leyti og er þá algengast að skorið sé af þunnildum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.
Hér fyrir neðan er sýnd algengasta snyrting á beinlausum flökum, nánast allt þunnildið hefur verið skorið frá.
Aðrar algengar aðferðir við snyrtingu á flökum má sjá hér.