Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Afurðir og nýting

Skata er fyrst og fremst nýtt til manneldis hér innanlands og er þá oftast verkuð með gamalli aðferð sem kölluð er kæsing. Skatan er sett í ílát og látin gerjast þar. Skatan er brjóskfiskur líkt og hákarl og í holdi brjóskfiska eru þvagefni sem við gerjunin brotna þau niður í fiskinum og valda sterkri lykt og bragði. Kæsingin tekur um þrjár vikur og hér á landi er vinsælt að borða skötu á Þorláksmessu.