Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Uppsjávarfiskar

Til uppsjávarfiska teljast algengustu fiskategundir heimsins. Hér við land eru það loðna, síld og makríll sem mest er veitt af en minna er veitt af kolmunna. Í hlýrri höfum eru það ansjósur og sardínur sem eru mun meira áberandi. Uppsjávarfiskar hafa tiltölulega einfalt litamynstur, eru ljósir á kvið, silfraðir á hliðunum og grænleitir eða dökkir á hryggnum. Það sem einkennir margar tegundir uppsjávarfiska er að þær ganga að landinu í torfum, vaða í yfirborðinu og eru veiddar í meira magni en aðrar tegundir.

Síld
Loðna
Kolmunni
Makríll