Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Fersk

Fersk rækja hefur mjög lítið geymsluþol og verður því að geyma hana vel kælda í ís. Þrátt fyrir kuldann hefur hún aðeins um 4 – 6 daga geymsluþol og fer að tapa bragðgæðum eftir 3-4 daga. Því er reynt að vinna hana sem allra fyrst eftir veiðar. Eitthvað er um að heil rækja sé í boði fersk úr sjó en stutt geymsluþol gerir seljendum erfitt fyrir. Ef keypt er fersk, heil rækja skal ávallt gæta vel að geymslutíma og hversu vel hún hefur verið kæld til að tryggja að um gott hráefni sé að ræða.