Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Vinnsluaðferðir

Kúfskelin er fryst og flutt til Bandaríkjanna þar sem hún er notuð til súpugerðar.

Einnig hafa verið gerðar tilraunir til að flytja kúfskelina ferska á markaði í Evrópu en hún hefur ekki náð fótfestu enn á þeim mörkuðum þar sem íslenska kúfskelin er lítilsháttar frábrugðin frænkum sínum í Evrópu að útliti en hefur fengið góða dóma fyrir bragð og gæði. Það hefur þó ekki reynst nóg veganesti og því hefur íslensk kúfskel ekki verið flutt út fersk til Evrópu nema í tilraunaskyni.