Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
Veiðar
Veiðar
Veiði á kúfskel til manneldis hófst hér við land á níunda áratugnum en hefur verið mjög mismunandi eftir árum vegna markaðsaðstæðna. Kúfskel hefur lengi verið veidd til beitu og hófust veiðar á henni seint á nítjándu öldinni.
Veiðarfæri
Kúfskel er veidd með plógi sem skip dregur eftir sjávarbotninum. Áður voru notaðir vatnsþrýstiplógar en nú eru notaðir litlir tannplógar.
Veiðisvæði
Veiðitími
Afli
Á árunum eftir 2000 fór veiði á kúfskel yfir 14.000 tonn en í dag er veiðin mjög lítið eða aðeins um 20 tonn á ári. Stofninn þolir þó mun meiri veiði samkvæmt veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.