Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Senegalflúra

Senegalflúra (Solea senegalensis) er hraðvaxta flatfiskur og nær markaðsstærð þegar fiskurinn er kominn í um 350 grömm, sem næst á innan við einu ári við þau skilyrði sem eru í strandstöðinni við Reykjanesvirkjun en frá henni streymir 35 stiga heitt vatn sem síðan er blandað við sjó. Þar er því mögulegt að líkja eftir kjöraðstæðum fisksins sem dafnar best í heitum sjó, frá 19 °C til 22 °C. Bragðið er sagt ekki ósvipað og af kola, en fisknum er lýst sem mjög mögrum með hvítt og stinnt hold og þá heldur stífara en í kola.

Síðast uppfært: 19.06.2015
  • Latína: Solea senegalensis Kaup, 1858
  • Enska: Senegalese sole
Næringaryfirlýsing
Senegalflúra, flök, hrá
Næringargildi í 100g af ætum hluta
Innihald Eining
Orka kJ kJ
Orka kcal kcal
Fita g
- þar af mettuð fita g
Kolvetni g
- þar af sykurtegundir g
Prótein g
Salt g