Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Afurðir og nýting

Þorskur er mikilvægasti nytjafiskurinn á Íslandsmiðum og sú fisktegund sem hefur skilað mestum verðmætum í þjóðarbúið í gegnum tíðina. Þorskurinn er annar algengasti fiskur á borðum Íslendinga (á eftir ýsunni).

Í dag er stærsti hluti þorsks frystur í landi eða á sjó, þá saltaður, unninn í ferskvöru eða hertur. Í töflunni hér að neðan má sjá helstu afurðaflokka þorsks.