Þurrkun
Út um allan heim er fiskur þurrkaður, enda er þurrkun fyrirtaks vinnsluaðferð til þess að varðveita matvöru, sÃðan eru það venjur og hefðir sem ráða miklu um það hvernig þurrkaður fiskur er verkaður og snæddur. Mjög algengt er að elda þurrkaðan fisk t.d. bleyta hann upp og sjóða eða steikja. Hér á landi hefur það aftur á móti verið mun algengara að snæða harðfisk þurran og barinn (valsaðan) með feitu viðbiti eins og smjöri ef það er við höndina. Til eru allnokkrar útfærslur og leiðir til að framleiða harðfisk, en allar þessar afurðir sem til eru á markaði hér á landi eru à eðli sÃnu með sömu eiginleika þegar kemur að vatnsvirkni og geymsluþoli, enda er vinnsluaðferðin alltaf með það sama markmið að fjarlægja vatnið á skjótvirkan og hagkvæman máta.
Sjá nánar um þurrkun hér.