Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri

Keila veiðist aðallega sem aukaafli á línu en einnig er hún veidd í net og botnvörpu.

Veiðisvæði

Keila veiðist aðallega fyrir vestan og suðvestan land en lítillega veiðist af henni fyrir austan land og norðan Vestfirði. Mjög lítið magn er af keilu fyrir Norðurlandi.

Veiðitími

Keila veiðist allt árið.

Afli

Árleg veiði á keilu er um 5.000 tonn.