Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Bræðsla

Mjöl og lýsisframleiðsla fer fram í fiskimjölsverksmiðjum. Við framleiðslu á fiskmjöli og lýsi eru þrír megin þættir fisksins aðskildir, vatn, þurrefni og olía. Vökvafasinn er pressaður burt og úr honum er olían síðan unnin með skilvindutækni. Sá vökvi sem eftir er gufar að lang mestu leyti upp áður en lokaafurð verður til.