Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Snyrting flaka

 

Bein og gallar

 

Hér verður fjallað um helstu leiðir til þess að snyrta flök, það er hvaða gallar geti verið til staðar og hvað átt er við þegar talað er um roðlaus beinlaus flök, flök með roði og beinum, og hvað átt er við með V-skurði og J-skurði. Þessar myndir og skýringar geta átt við flestar fisktegundir.

Flak getur haft marga galla sem snyrta eða skera þarf burtu. Myndin hér að ofan sýnir flesta þá galla sem búast má við að finna í fiskflaki. Í langflestum tilvikum þarf að snyrta burt þessa galla. Það eina sem hægt væri að skilja eftir er beingarðurinn ef um flök með beinum er að ræða. Kaupendur geta verið misviðkvæmir fyrir tilteknum göllum í mismunandi afurðum og verður að skoða vandlega hverjar kröfur kaupenda eru hverju sinni áður en hafist er handa við snyrtingu.

Þegar framleidd eru flök án beina þá er ætlast til þess að öll bein ásamt beingarði sé snyrt burt og þegar unnin eru flök með beinum þá eiga engin önnur bein að vera eftir nema beingarðurinn.

Minnst er skorið af flökum sem eru seld með beinum, þó er það sjaldan svo að ekki þurfi að snyrta flökin að einhverju leyti og er þá algengast að skorið sé af þunnildum eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

E-1skurdur1

Á myndinni hér fyrir ofan er skorið eins lítið af þunnildinu og hægt er, aðeins slægingarsárið er snyrt í burtu aftur að gotrauf. Oftast er sporðendi snyrtur líka en þó er það ekki talið nauðsynlegt í öllum tillvikum, það er háð útliti og hverjar kröfur kaupandans eru.

E-2skurdur

Hér fyrir ofan er sýnt flak þar sem mun meira er tekið af þunnildinu með skáskurði og það nánast allt skorið frá, en beingarðurinn er ósnertur.

Beingardur1

Myndin hér fyrir ofan sýnir svokallaðan V-skurð, þar sem einungis beingarðurinn er fjarlægður án þess að snyrt sé af þunnilidinu.

Beingardur4

Yfirleitt er slægingarsárið snyrt þó svo þunnildið sé látið fylgja með flakinu, líkt og sýnt er á myndinni hér fyrir ofan. Það getur þó verið mismunandi, allt eftir kröfum kaupenda hverju sinni eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan.

 

Beingardur5

Eins og sést á myndinni hér fyrir ofan þá hefur stór hluti þunnildsins verið fjarlægður með skáskurði.

Beingardur2

Hér fyrir ofan er sýnd algengasta snyrting á beinlausum flökum, nánast allt þunnildið hefur verið skorið frá.

Beingardur3

Að lokum er hér mynd sem sýnir svokallaðan J-skurð, þar sem allt þunnildið er fjarlægt með því að skera út frá enda beingarðs.