Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri

Grálúða er aðallega veidd í botnvörpu.

Veiðitími

Grálúða veiðist allt árið um kring.

Veiðisvæði

Grálúða lifir á mismunandi dýpi, allt frá 200 m og niður í 2.000 m en algengast er að hún haldi sig í um 4-500 m dýpi. Hún er algengust norður og austur af Íslandi en veiðist þó allt í kringum landið. Hún er algengust á djúpslóð og er eindreginn kaldsjávarfiskur. Aðalveiðisvæðin eru djúpt úti af Vestfjörðum.

Afli

Tiltölulega stutt er síðan farið var að veiða grálúðu eða upp úr 1970 og mest var veitt af henni árið 1988 eða um 60.000 tonn en nú eru um 14.000 tonn veidd árlega.