Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Botnfiskar
- /
- Flatfiskar
- /
Grálúða
Grálúða
Grálúðan er verðmætasta flatfiskategundin á Íslandsmiðum. Grálúða er stór flatfiskur og getur náð allt að 1,2 m lengd. Hún er dökkgrá á báðum hliðum ólíkt öðrum flatfiskum sem eru ljósir á annarri hliðinni og dökkir á þeirri hlið sem upp snýr. Grálúða verður kynþroska 9 – 12 ára gömul. Hún er með stóran kjaft og beittar tennur, enda mikill ránfiskur og étur aðallega loðnu en einnig ýmsar rækjutegundir.
Síðast uppfært:
20.04.2015