Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Grálúða

Grálúða

Grálúðan er verðmætasta flatfiskategundin á Íslandsmiðum. Grálúða er stór flatfiskur og getur náð allt að 1,2 m lengd. Hún er dökkgrá á báðum hliðum ólíkt öðrum flatfiskum sem eru ljósir á annarri hliðinni og dökkir á þeirri hlið sem upp snýr.  Grálúða verður kynþroska 9 – 12 ára gömul. Hún er með stóran kjaft og beittar tennur, enda mikill ránfiskur og étur aðallega loðnu en einnig ýmsar rækjutegundir.

 

Síðast uppfært: 20.04.2015
  • Latína: Reinhardtius hippoglossoides (Walbaum, 1792)
  • Enska: Greenland halibut
  • Norska: Blåkveite, svartkveite
  • Danska: Hellefisk
  • Færeyska: Svartkveite
  • Þýska: Schwarzer Heilbutt
  • Franska: Flétan du Groenland
  • Spænska: Halibut negro
Næringaryfirlýsing
Grálúða, flök, hrá
Næringargildi í 100g af ætum hluta
Innihald Eining
Orka kJ 720 kJ
Orka kcal 172 kcal
Fita 12,8 g
- þar af mettuð fita 2,3 g
Kolvetni 0 g
- þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 14,3 g
Salt 0,2 g
Heimild: Skýrsla Matís 33-11
Skoða fulla töflu