Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Söltun

Segja má að Norðmenn hafi verið upphafsmenn veiða og söltunar síldar við Ísland. Árið 1868 er oft nefnt sem upphafsár síldarsöltunar til útflutnings hér á landi en þá söltuðu Norðmenn um 2000 tunnur á Seyðisfirði. Síldveiðar Íslendinga hófust hins vegar ekki að neinu ráði fyrr en í byrjun 20. aldarinnar en fóru upp frá því ört vaxandi.

Síld er venjulega söltuð í tunnur þar sem fiskurinn er umlukinn pækli allan söltunarferilinn til að takmarka aðgengi súrefnis og birtu og draga þar með úr þránun. Framleiðsla á saltaðri síld eftir forvinnslu felur í sér tvo þætti, annars vegar söltun og hins vegar verkun. Við söltunina tekur fiskurinn upp salt þar til styrkur salts í holdinu er orðinn jafn saltstyrk í pæklinum. Ýmsar efnafræðilegar breytingar eiga sér stað í saltaðri síld sem valda því að bragð og áferð breytist. Þessar breytingar nefnast einu nafni verkun en þær eiga sér stað við langvarandi kæligeymslu, í nokkrar vikur eða mánuði.

Sjá nánar um síldarsöltun hér.