- Fiskbókin
- /
- Uppsjávarfiskar
- /
- Síld
- /
Veiðar
Veiðarfæri: Síld er ýmist veidd í nót eða flotvörpu.
Veiðisvæði: Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum eru heimilar í lögsögu Íslands, Noregs, Jan Mayen, á alþjóðlega hafsvæðinu milli Íslands og Noregs og í lögsögu Svalbarða. Við veiðar í lögsögu Noregs og Jan Mayen er farið að reglum sem stjórnvöld í Noregi setja um veiðarnar. Innan íslenskrar lögsögu er norsk-íslenska vorgotssíldin einkum veidd við austurströndina. Veiðar á íslenskri sumargotssíld eru innan fiskveiðilandhelgi Íslands. Hún er einkum veidd við suður- og vesturströndina.
Veiðitími: Síld er aðallega veidd á haustin (ágúst-desember).
Afli: Miklar sveiflur geta verið í síldaraflanum. Afli íslenskrar sumargotssíldar sveiflasðist t.a.m. á bilinu 48,5þúsund tonn í um 148 þúsund tonn á tímabilinu 1993 til 2012. Ennþá meiri sveiflur voru í afla Norsk-íslensku síldarinnar á sama tímabili eða 21 til 229 þúsund tonn. Sjá nánar á heimasíðum Fiskistofu, Hafrannsóknarstofnunarinnar og Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.