Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Söltuð

Saltsíldarafurðir eru fjölbreytilegar og skiptast í allmörg afbrigði á heildsölustigi. Saltsíldarafurðir (lagmetisafurðir) á smásölustigi eru mjög margar og breytilegar frá einu landinu til annars þótt frumvinnsla og verkunin séu líkar.

Þegar hér er rætt er um saltsíldarafurðir er átt við heildsöluafurðir í tunnum eða öðrum heildsöluumbúðum. Allri saltsíld er sameiginlegt að salt er notað sem aðalverkunarefni við framleiðsluna. Þau atriði sem helst eru mismunandi milli síldarafurða og skipta þeim upp í mismunandi afurðaflokka eru eftirfarandi:

  • Saltinnihald í fullverkaðri afurð er mismunandi.
  • Fituinnihald og stærð.
  • Fersk síld er ýmist söltuð heil, hausskorin og slógdregin eða sem flök og flakabitar.
  • Afurðir eru ýmist unnar beint úr ferskri síld eða úr saltsíld.
  • Notkun annarra verkunarefna en salts, svo sem krydds, sykurs, ediksýru eða sérstakra rotvarnarefna og bragðefna, er mismunandi.