Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Flök og samflök

Síld til manneldis er oft flökuð áður en hún er fryst. Bæði er um að ræða hefðbundin flök og einnig svokölluð samflök en þá er síldin flökuð þannig að flökin hanga saman á roðinu á baki fisksins. Mismunandi er hvort hefðbundin flök eru fryst með roði eða roðdregin áður en þau eru fryst og fer það eftir óskum kaupenda. Flökunum er síðan pakkað í öskjur og fryst.