Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Uppsjávarfiskar
- /
- Makríll
- /
- Afurðir og nýting
- /
- Frystur
- /
Hausaður og slægður
Yfir sumarmánuðina hefur makríllinn milli 20 og 30% fitu og er hætt við losi í fiskholdinu. Á sama tíma er gott verð fyrir makrílinn á mörkuðum í Austur-Evrópu. Til að fullnægja kröfum kaupenda þar er makríllinn hausaður og slægður og síðan frystur og seldur þannig til manneldis. Sérstakar sugur eru notaðar til að ná innyflum úr fiskinum eftir að hann hefur verið hausaður en gæta þarf vel að átumagni í makrílnum á þessum tíma til að tryggja sem best gæði fisksins þegar hann er frystur.