Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri: Kolmunni er veiddur í flotvörpu.

Veiðisvæði: Kolmunni er aðallega veiddur suður- og suðaustur af landinu.

Veiðitími: Veiðitímabilið hefst í mars og nær yfir sumarið.

Afli: Kolmunni er meðal mest veiddu tegunda í heimi. Á árunum 1975-80 stórjukust veiðar úr stofnum kolmunnans á norð-austanverðu Atlantshafi, úr um 112 þúsund tonnum í 1,1 milljón tonn á ári. Síðan þá hafa verið talsverðar sveiflur í afla. Árið 2005 komust Noregur, Ísland, Færeyjar og Evrópusambandið að samkomulagi um kvóta og síðan þá hefur verið dregið úr veiðum til að tryggja viðhald stofnsins.

Heildarafli Íslendinga frá 2005 til 2012 hefur sveiflast á bilinu 5 og 315 þúsund tonn. Leyfilegur heildarafli Íslendinga árið 2014 er 146,6 þúsund tonn.