Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Vinnsluaðferðir

Kræklingur er seldur lifandi til kaupenda og því er mikilvægt að pökkun hans sé vönduð til að tryggja gæði fisksins þar til hans er neytt. Kræklingur er viðkvæmt hráefni og því þarf að vanda alla pökkun og geymslu til að tryggja gæði hráefnisins. Áður en kræklingi er pakkað er hann látinn hreinsa sig af sandi og öðrum óhreinindum í hreinum, rennandi sjó. Kræklingi er yfirleitt pakkað í netpoka og settur í kassa með ís þar sem gert er ráð fyrir að skeljarnar liggi ekki í vökva sem lekur af ís og fiski. Einnig þarf öll merking kræklings að vera skýr svo auðvelt sé að rekja vöruna til framleiðenda og innkalla hana ef upp kemur grunur um eitrun.