Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri

Kræklingur var veiddur með plógi sem dreginn var eftir botninum en þær veiðar voru aðallega tilraunaveiðar í litlu magni. Kræklingur er tíndur í fjörum þar sem hann vex og einnig er hann ræktaður til manneldis.

Veiðisvæði

Krækling er að finna allt í kringum Ísland. Hann vex víða á klappar- og malarbotni. Einnig vex hann á bryggjustaurum og situr oft í þykkum klösum utan á þarastilkum. Hann finnst í fjörum og er einnig algengur allt niður á um 30 m dýpi.

Veiðitími

Á gróðurtíma svifþörunganna, frá vori fram á haust, geta eitraðir þörungar sprottið upp í miklu magni og valdið svokallaðri skelfiskeitrun. Skelfiskeitrunar hefur sem betur fer sjaldan orðið vart hér við land en kræklingur og aðrar samlokur í sjó, sem lifa að mestu leyti á svifþörungum, geta safnað í sig þessu eitri. Eitrið hefur ekki áhrif á samlokurnar sjálfar en eitrunin kemur fram hjá þeim sem borða skeljarnar.

Afli

Mjög misjafnt framboð er á kræklingi milli ára og fer það eftir stöðu eldis á hverjum tíma. Á undanförnum árum hefur framboð af kræklingi verið á bilinu 50 til 230 tonn á ári.