Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
Afurðir og nýting
Kræklingur var áður mikið nýttur í beitu og var honum þá safnað á fjöru.
Í dag er kræklingur ræktaður á nokkrum stöðum kringum landið. Þá eru sérstök bönd látin hanga niður úr belgjum sem fljóta í yfirborðinu, lirfur kræklingsins safnast þar fyrir og vex kræklingurinn svo á böndunum þar til hann hefur náð æskilegri stærð og er þá tíndur af og seldur. Framboð af kræklingi er mjög mismunandi milli ára en vonandi stendur það til bóta eftir því sem ræktendur ná betri tökum á eldi kræklings.