Eldisfiskar
Krabbar & skeldýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Krabbar og skeldýr
- /
- Humar
- /
Afurðir og nýting
Humar er aðallega fluttur út heilfrystur eða sem frystir halar í skel. Einnig hefur humarinn verið fluttur út ferskur í litlu magni. Spánn er stærsti markaður okkar fyrir humar og er um helmingur afurðanna seldur þangað en einnig er mikið flutt til Danmerkur og til Hollands. Einnig er nokkuð um innanlandsneyslu á humri hér á landi og vinsældir hans eru stöðugt að aukast. Nokkur veitingahús bjóða upp á íslenskan humar og njóta þau mikilla vinsælda bæði hjá Íslendingum og erlendum ferðamönnum.