Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðar

Eftir 2000 minnkaði stofn hörpudisks hratt þar sem upp kom alvarleg sýking í stofninum í Breiðafirði og hafa veiðar á hörpudiski ekki verið leyfðar síðan 2003 vegna lélegs ástands stofnsins.

Veiðarfæri

Hörpudiskur var veiddur í plóg sem dreginn var eftir botninum.

Veiðisvæði

Hörpudiskurinn var aðallega veiddur í Breiðafirði og við Strandir og Húnaflóa.

Veiðitími

Hörpudiskurinn var veiddur frá því í júlí og fram á vetur en besti veiðitíminn var á haustin.

Afli

Aðeins er um tilraunaveiðar að ræða þar sem stofninn hefur ekki jafnað sig enn og mjög lítið magn sem kemur að landi.