Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Afurðir og nýting

Bleikja er seld bæði fersk og fryst auk þess sem hún hentar vel í reykingu. Stærsti hluti framleiðslunnar er fluttur út, en stór hluti af reyktu bleikjunni fer á innanlandsmarkað. Bæði flök af bleikju og heill slægður fiskur er flutt út sem ferskur fiskur en einnig er nokkuð um að bleikjan sé fryst og seld þannig. Stærri bleikjan (1-2 kg) fer á Bandaríkjamarkað en sú minni (300 – 800 gr) fer á Evrópumarkað.