Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri
Hægt er að veiða þorsk með ýmsum veiðarfærum. Íslendingar hafa veitt þorsk allt frá dögum landnámsins og hefur hann í gegnum tíðina verið veiddur bæði á línu og í net. Síðastliðna öld hefur botnvarpan hins vegar verið langtum afkastamesta veiðarfærið, notað af stærstu skipum flotans. Mesta breytingin á undanförnum áratug er vaxandi hlutdeild línu og minnkandi hlutdeild neta.

Þorskur - aflatölur

Veiðisvæði
Helstu þorskmið við Íslandsstrendur eru Halamið norðvestur af Vestfjörðum, í Kolluál sem er við utanvert Snæfellsnes, við Reykjanesskaga og Lónsdjúp. Auk þess eru gjöful þorskmið í utanverðum Eyjafirði. Þorskurinn veiðist þó allt í kringum landið.

Veiðitími
Þorskur er veiddur allt árið, að mestu þó frá hausti fram á vor.

Afli
Þorskur er sá botnfiskur sem Íslendingar veiða mest af í tonnum talið. Af öðrum fisktegundum er eingöngu loðna sem veiðist í meira magni. Þorskur gefur hæst aflaverðmæti allra fisktegunda sem eru veiddar hér við land. Veiðum á þorski hefur verið stýrt frá því að kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Undanfarin ár hefur kvóti á þorski verið um og yfir 200.000 tonn samanborið við um 500.000 tonn um miðja síðustu öld.