Eldisfiskar
Skel & krabbadýr
Uppsjávarfiskar
Botnfiskar
- Fiskbókin
- /
- Botnfiskar
- /
- Langa
- /
Veiðar
Veiðarfæri
Algengustu veiðarfærin eru lína og botntroll.
Veiðisvæði
Langa veiðist fyrir vestan og sunnan Ísland, frá Hornbjargi í vestri suður um og austur undir Hornafjörð. Mest veiðist þó af henni útaf Suðurlandi.
Veiðitími
Langa er veidd allt árið.
Afli
Íslendingar hafa veitt löngu frá því um 1950 og hefur afli verið að aukast smá saman og er nú kominn yfir 12.000 tonn. Stofnstærðin er talin vera nokkuð stöðug enda eru ekki miklar sveiflur í veiðunum.