Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Hrognkelsi eru veidd í net á tiltölulega litlu dýpi við strendur landsins. Veiðar hafa verið stundaðar í einhverjum mæli frá Íslandi, Noregi, Grænlandi og Kanada og hafa skipt miklu máli efnahagslega fyrir sjávarbyggðir þessara landa. Hérlendis eru þær bundnar veiðileyfum sem eru útgefin af Fiskistofu samkvæmt reglugerð sem sett er af sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Frá árinu 2012 hefur verið skylt að koma með allan afla að landi, en fyrir þann tíma var mest af hveljunni hent í sjóinn, en helstu verðmæti veiðanna er fólgin í hrognum grásleppunnar. Afli Íslendinga hefur verið í kringum 60% af afla við N‐Atlantshaf. Meðalframleiðsla Íslendinga á grásleppuhrognum árin 1999 til 2009 var tæplega 1.300 tonn til útflutnings og má gera ráð fyrir að heildarafli grásleppu sé um 5 þúsund tonn á ári.