Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Veiðar

Veiðarfæri

Hlýrinn veiðist á línu og í botnvörpu.

Veiðisvæði

Hlýri veiðist aðallega út af Vestfjörðum en einnig veiðist hann fyrir norðan og austan land.

Veiðitími

Hlýri veiðist allt árið um kring.

Afli

Hlýri var lengi vel talinn með steinbít í aflatölum en frá 1975 hafa aflatölur hlýra verið gefnar upp sérstaklega. Árlega voru veidd um 1.000 tonn framundir 1990 en þá jókst veiðin og nú eru veidd um 2.000 tonn af hlýra.