Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Bræðsla

Upphaf vinnslu á mjöl og lýsi í þeirri mynd sem nú þekkist má rekja til upphafs 19 aldarinnar, en þá hófst vinnsla á lýsi úr síld í Norður Evrópu og Norður Ameríku. Lýsið var notað sem orkugjafi en því mjöli sem af gekk var annað hvort hent eða það nýtt til áburðar. Fyrstu heimildir um mjöl- og lýsisvinnslu hérlendis eru frá 1910, en þá hófst síldarbræðsla á Siglufirði. 

Í dag er eingöngu lítill hluti síldar nýttur í mjöl og þá einkum ef um er að ræða síld af lakari gæðum.

Við framleiðslu á fiskmjöli og lýsi eru þrír megin þættir fisksins aðskildir, vatn, þurrefni og olía. Vökvafasinn er pressaður burt og úr honum er olían síðan unnin með skilvindutækni. Sá vökvi sem eftir er gufar að lang mestu leyti upp áður en lokaafurð verður til. Sjá nánar um bræðslu hér.