Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Loðnuhrogn

Loðnuhrogn eru að langmestu leyti seld til Japans. Hrogn sem seld eru til annarra landa eru að mestu notuð til framleiðslu á kavíar. Slíkur kavíar hentar t.d. fyrir Gyðinga þar sem þeir mega ekki borða afurðir úr fiskum sem ekki eru með hreistur eins og t.d. grásleppu og styrju.

Í útflutningsskýrslum er talað um “niðursoðin” hrogn, en eðlilegra væri að tala um niðurlögð hrogn þar sem hér er um að ræða kavíar, sem er í besta falli gerilsneyddur.

Sjá nánar um hrognavinnslu hér.