Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Niðursoðin

Þegar vinnsla rækju hófst á fjórða áratugnum var algengast að rækjan væri soðin niður í dósir og seld þannig. Síðan breyttust vinnsluaðferðir og þróuðust og upp úr 1960 var farið að frysta rækju. Með tímanum dró úr niðursuðu og framleiðslan fór alfarið yfir í frystingu og þannig svarað kalli markaðanna. Núorðið fer öll rækja í frystingu en niðursuða heyrir til undantekninga.