Eldisfiskar Skel & krabbadýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Vinnsluaðferðir

Hörpudiskur er viðkvæm vara eins og annar skelfiskur. Það er því mikilvægt að vanda alla vinnslu hans til að tryggja gæði alla leið á disk neytenda. Skel er þvegin og dauðar skeljar og annað rusl hreinsað frá. Síðan er fiskurinn geymdur í körum eða pokum þar til hann er unnin en bestu gæðin fást ef unnt er að vinna hörpudiskinn strax. Hörpudiskur geymist illa í skelinni þar sem hann á erfitt með að loka skelinni og drepst ef ferskvatn kemst inn í skelina. Því er hörpudiskur yfirleitt unninn strax þannig að lokunarvöðvinn eða bitinn er tekinn úr skelinni og pakkað. Hann er síðan settur á markað ýmist ferskur eða frosinn.