Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Beitarfiskur – (Heklu) Borri

Beitarfiskur – Borri  (Oreochromis niloticus), á ensku tilapia, hefur einnig verið kallaður Hekluborri, er nýleg tegund í fiskeldi hér á landi, var fluttur til Íslands frá Kanada 2008. Kjörhitastig borrans í eldi er 27 °C og ef hitastigið fer undir 19 °C  þá hrakar honum hratt, hættir að taka til sín fóður, tímgast ekki og drepst við 12 °C. Borrinn lifir því ekki í Íslenskri náttúru. Borrinn er almennt þekktur fyrir að hafa fáa og fátíða sjúkdóma og er mjög harðger í eldi í samanburði við kaldvatnstegundir. Borrinn fjölgar sér árið um hring og nær sláturstærð á sex til átta mánuðum, til samanburðar er bleikjan 20-24 mánuði í eldi.

Beitarfiskur er mjög vel fallinn til eldis enda hefur tegundin notið mikilla vinsælda á síðustu árum. Fiskinum er stundum líkt við kjúkling og er þá nefndur ,,vatnakjúklingur”. Beitarfiskur er alæta, þ.e.a.s. nærist á jurtum, lífrænum leifum og dýrum. Hann getur náð markaðsstæð (500-600 g) á 6-8 mánuðum við kjöraðstæður fyrir vöxt (30-35 °C). Holdið er hvítt og stinnt og bragðið er hlutlaust sem gefur mikla möguleika í matreiðslu.

Síðast uppfært: 19.06.2015
  • Latína: Oreochromis niloticus
  • Enska: Tilapia
  • Norska: Tilapia
  • Danska: Tilapia
  • Færeyska: Beitufiskur
  • Þýska: Nil-Buntbarch
  • Franska: Tilapia
  • Spænska: Tilapia
Næringaryfirlýsing
Beitarfiskur, flök, hrá
Næringargildi í 100g af ætum hluta
Innihald Eining
Orka kJ 405 kJ
Orka kcal 96 kcal
Fita 1,7 g
- þar af mettuð fita 0,8 g
Kolvetni 0 g
- þar af sykurtegundir 0 g
Prótein 20,1 g
Salt 0,1 g
Heimild: Seafood Handbook. 2. ed. 2010. Wiley.