Eldisfiskar Krabbar & skeldýr Uppsjávarfiskar Botnfiskar

Blokk

Blokkir eru alltaf frystar í plötufrystum, lóðréttum eða láréttum, og hráefnið getur verið nánast hvað sem er, s.s. heill fiskur, flök, afskurður o.m.fl.

Blokkir eru yfirleitt mjög stöðluð vara hvað varðar þyngd og mál og eru flestir kaupendur með sambærileg viðmið hvað það varðar, þótt kröfur til innihalds geti verið mjög mismunandi.

Blokk

Algengasta blokkin er 16,5 lbs (7,484 kg) að þyngd og verður hún að hafa ákveðna lengd, hæð og breidd. Þessar blokkir að langmestu leyti notaðar til þess að saga niður í margskonar skammta sem hafa ákveðna þyngd og lögun og því mikilvægt að blokkin sé með gallalaust útlit.

Eftirtalin atriði hafa mikil áhrif á gæði blokka við vinnslu:

  • Blokkaröskjur
  • Blokkarrammar
  • Hlutfallið þyngd / rúmmál vörunnar (þ.e. eðlisþyngd) og stærð ramma og öskju.
  • Framleiðsluhættir
  • Plötufrystar

Sjá nánar um blokkir hér.